Ingibjörg Turchi – Meliae, Hörpu 3.09.2020. Seinni hluti.

Reykjavik Jazz Festival

Ingibjörg Elsa Turchi hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi síðustu ár og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar þvert á stíla og stefnur. Þar að auki kemur Ingibjörg reglulega fram undir eigin nafni þar sem hún kannar hljóðheim rafmagnsbassans, sem er hennar aðalhljóðfæri. Ingibjörg gaf út stuttskífuna Wood/Work árið 2017 þar sem bassinn var í aðalhlutverki. Á sumarmánuðum kemur út hennar fyrsta sólóplata í fullri lengd, Meliae , þar sem Ingibjörg heldur áfram að víkka út hljóðheim verkefnisins með hjálp hljómsveitar sinnar. Á plötunni ægir saman djassi, naumhyggju og tilraunatónlist í ómþýðri blöndu. Endurtekningar eru í fyrirrúmi. Saxófónn, gítar og bassi eru afbyggð með hjálp raftækja og síðan byggð upp aftur. Þannig skapa Ingibjörg og félagar einstakan og dáleiðandi hljóðheim þar sem hið kunnuglega verður framandi á ný.

FLYTJENDUR:

Ingibjörg Elsa Turchi: rafbassi
Tumi Árnason: tenórsaxófónn, bassaklarinett
Magnús Trygvason Eliassen: trommur
Hróðmar Sigurðsson: gítar
Magnús Jóhann Ragnarsson: píanó og rhodes

Posted on 9 de octubre de 2020
1 views

You may also like

12385

Page 1 of 85

Artículos relacionados

Verite?s Imaginaires 1 by Jeremy Hudry Jean Michel Goury & Friends Ensemble XVIII World Sax Congr

saxo

March of the Sugar Ants by Andy Firth [June Saxophone Quartet]

saxo

Londeix 2017 – Semifinal – Thitipol Piseskul (Thailand) – L’air d’ailleurs by Fabien Levy

saxo

Deja un comentario